Jón Axel í nýliðaval NBA

Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson.
Jón Axel Guðmundsson í leik með Davidson. AFP

Jón Axel Guðmundsson, sem hefur farið á kostum með Davidson háskólaliðinu í Bandaríkjunum, hefur tekið þá ákvörðun að gefa kost á sér í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en frá þessu greinir hann á instagram-síðu sinni.

Jón Axel hefur átt góðu gengi að fagna í bandarísku háskóladeildinni í vetur en hann var með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leikjum Davidson í vetur.

Var Jón valinn leikmaður ársins í riðlinum sem Davidson spilar í í NCAA og eykur það sjálfsagt möguleika hans nokkuð.

Nýliðavalið fer fram í Brooklyn þann 20. júní í sumar.

Jón segist taka þessa ákvörðun með þeim fyrirvörum að fái hann ekki samning í NBA þá muni hann spila með Davidson á síðasta tímabili sínu í skólanum næsta vetur. 

<div> <div></div> <div> <div></div> <div></div> </div> </div><div></div><div></div><div> <div>View this post on Instagram</div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BwXbE_zARlN/?utm_source=ig_embed&amp;utm_medium=loading" target="_blank">After Careful Consideration with my family, trainer and coaches, I believe it is in my best interest to declare for the 2019 NBA Draft with the option of returning for my senior year. Based off of the new rules, I will hire an agent. I appreciate the support of my family, teammates, friends, the coaching staff and the Davidson Community for their endless support. I am very excited to pursue my goal and also excited about the opportunity to return to Davidson as well. #TCC 🐾🏀</a>

A post shared by <a href="https://www.instagram.com/jaxelinn/?utm_source=ig_embed&amp;utm_medium=loading" target="_blank"> Jón Axel Guðmundsson</a> (@jaxelinn) on Apr 17, 2019 at 11:02am PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert