Keflavík mætir Val í úrslitum

Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld.
Sara Rún Hinriksdóttir sækir að körfu Stjörnunnar í kvöld. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Það verða Keflavík og Valur sem mætast í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfubolta eftir að Keflavík sigraði Stjörnuna í kvöld var það ljóst, en lokastaða leiksins í Keflavík var 85:69. 

Lokastaðan gefur alls ekki heildarmynd af leiknum en Keflavík gekk á lagið á lokakaflanum þegar leikur Stjörnunnar festist í handbremsu. 

Bryndís Guðmundsdóttir skoraði 19 stig fyrir Keflavík að þessu sinni en hjá Stjörnunni var Dani Rodriguez með 31 stig og spilaði mjög vel, en það dugði ekki til. 

Keflavík - Stjarnan 85:69

Blue-höllin, Úrvalsdeild kvenna, 17. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 5:2, 9:6, 19:15, 25:21, 27:27, 32:27, 39:31, 41:35, 43:39, 49:49, 53:52, 57:55, 61:59, 69:62, 74:65, 85:69.

Keflavík: Brittanny Dinkins 19/18 fráköst/8 stoðsendingar/5 stolnir, Bryndís Guðmundsdóttir 19/6 fráköst/5 stoðsendingar, Birna Valgerður Benónýsdóttir 13, Sara Rún Hinriksdóttir 8/11 fráköst/5 stoðsendingar, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 7/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 6, Katla Rún Garðarsdóttir 5, Þóranna Kika Hodge-Carr 4/6 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 4.

Fráköst: 38 í vörn, 17 í sókn.

Stjarnan: Danielle Victoria Rodriguez 31/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Veronika Dzhikova 17/7 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 6/5 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Sólrún Sæmundsdóttir 2.

Fráköst: 21 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.

Áhorfendur: 178

Keflavík 85:66 Stjarnan opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert