Stjarnan í úrslitin í fyrsta sinn?

Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Hinriksdætur mætast í kvöld en …
Tvíburasysturnar Sara Rún og Bríet Hinriksdætur mætast í kvöld en Sara leikur með Keflavíkg og Bríet með Stjörnunni. mbl.is/Skúli Sig

Í kvöld kemur í ljós hvort það verður Keflavík eða Stjarnan sem mætir Val í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik en liðin mætast í oddaleik í Keflavík.

Staðan í einvíginu er 2:2 eftir að Stjarnan vann fyrstu tvo leikina en Keflavík jafnaði metin með því að vinna þriðja og fjórða leik. Stjarnan freistar þess að komast í úrslit í fyrsta skipti í sögunni, en Keflavík hefur átján sinnum komist í úrslitaeinvígið eftir að núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp árið 1993. Keflavík varð síðast meistari árið 2017 og vann þá titilinn í sextánda sinn.

Keflvíkingar eru að smala á leikinn í kvöld og stefna að því að fylla húsið. Má því búast við góðri stemningu. 

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og verður fylgst með gangi mála hér á mbl.is. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert