„ÍR búið að koma flestum á óvart“

Kevin Capers ÍR-ingur sækir að körfu Stjörnunnar.
Kevin Capers ÍR-ingur sækir að körfu Stjörnunnar. mbl.is/Hari

„Ég var búinn að segja það fyrir fram að þetta færi í fimm leiki og þá er þetta 50/50,“ sagði Kristófer Acox, leikmaður KR, í samtali við Morgunblaðið, spurður hvort það hefði komið honum á óvart að ÍR sló Stjörnuna út í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta. Með sigrinum tryggði ÍR sér sæti í úrslitunum gegn KR.

„ÍR er búið að koma flestum á óvart í þessari úrslitakeppni og liðið er búið að fara erfiða leið. Það má hrósa ÍR-ingum fyrir að komast alla leið í úrslit,“ sagði Kristófer. ÍR hafnaði í sjöunda sæti deildarinnar, en sló út Njarðvík, sem hafnaði í öðru sæti, og svo deildar- og bikarmeistara Stjörnunnar.

„Þeir eru að smella á réttum tíma, svipað og við höfum verið að gera í úrslitakeppninni. ÍR er með mjög góðan hóp og mun betri en deildarkeppnin gaf til kynna. Þetta er skólabókardæmi um hversu opin þessi úrslitakeppni er; fimmta sæti og sjöunda sæti mætast í úrslitum.“

Sjá viðtalið í heild í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »