Haukur og félagar fóru illa með toppliðið

Haukur Helgi Pálsson og félagar unnu glæsilegan sigur.
Haukur Helgi Pálsson og félagar unnu glæsilegan sigur. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Haukur Helgi Pálsson og liðsfélagar hans hjá Nanterre unnu glæsilegan 96:74-útisigur á toppliði Lyon-Villeurbanne í efstu deild Frakklands í körfubolta í kvöld. 

Haukur átti fínan leik fyrir Nanterre og skoraði 12 stig, tók 3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á 27 mínútum. Nanterre er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, fjórum stigum frá andstæðingum sínum í dag, þegar sex umferðir eru eftir. 

Nanterre er í góðri stöðu þegar kemur að því að tryggja sér heimavallarrétt í átta liða úrslitakeppni að deildarkeppninni lokinni. Liðið er með fjórum stigum meira en Dijon sem er í fimmta sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert