Heimasigur Vals í fyrsta úrslitaleiknum

Heather Butler sækir að körfu Keflvíkinga í kvöld.
Heather Butler sækir að körfu Keflvíkinga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann Keflavík, 75:63, í fyrsta leik liðanna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í Origo-höllinni í kvöld. Staðan er því 1:0 fyrir Val í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki.

Það var blanda af þöndum taugum og sterkum varnarleik sem varð til þess að staðan var aðeins 2:2 eftir sex mínútna leik en bæði lið voru með um 10% skotnýtingu á þeim kafla. Völsurum tókst svo fyrr að hrista af sér skrekkinn og voru heimakonur 14:6-yfir eftir fyrsta leikhluta.

Báðum lið tókst að leysa sóknarleikinn betur eftir fyrsta leikhlutann en áfram voru Valsarar beittari og yfir í hálfleik, 39:28, áður en Keflvíkingum tókst að bíta frá sér eftir hlé. Brittanny Dinkins, sem átti rólegan leik framan af, tók loks við sér í liði gestanna og lék afar vel í þriðja leikhluta er Keflvíkingum tókst að jafna metin, 47:47, eftir að hafa verið mest 16 stigum undir. Valsarar sneru hins vegar snarlega vörn í sókn, Helena Sverrisdóttir skoraði sjö stig í röð og Valsarar enduðu tíu stigum yfir fyrir loka leikhlutann, 61:51.

Áfram var mikið tekist á í fjórða og síðasta leikhlutanum og reyndu Keflvíkingar hvað þeir gátu til að jafna metin á nýjan leik en án árangurs. Helena Sverrisdóttir skoraði 21 stig fyrir Valsara og Heather Butler gerði 23 og munaði um það en í Keflavík var Þóranna Kika Hodge-Carr stigahæst með aðeins 13 stig.

Liðin mætast aftur á miðvikudaginn í Blue-höllinni í Keflavík.

Valur - Keflavík 75:63

Origo-höllin Hlíðarenda, Úrvalsdeild kvenna, 22. apríl 2019.

Gangur leiksins:: 2:2, 2:2, 11:6, 14:6, 20:13, 27:15, 35:20, 39:28, 39:33, 45:40, 49:47, 61:51, 66:57, 66:61, 71:63, 75:63.

Valur: Helena Sverrisdóttir 23/10 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Heather Butler 23/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/6 fráköst, Simona Podesvova 4/17 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3, Ásta Júlía Grímsdóttir 2/4 fráköst.

Fráköst: 27 í vörn, 20 í sókn.

Keflavík: Brittanny Dinkins 13/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 13, Sara Rún Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 4/7 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 2.

Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson, Eggert Þór Aðalsteinsson.

Áhorfendur: 236

Valur 75:63 Keflavík opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert