Sópurinn á lofti hjá Milwaukee

Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig fyrir Milwaukee Bucks í nótt.
Giannis Antetokounmpo skoraði 41 stig fyrir Milwaukee Bucks í nótt. AFP

Í fyrsta sinn í 18 ár er Milwaukee Bucks komið áfram í 2. umferð í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfuknattleik.

Mikwaukee sópaði Detroit Pistons út í 1. umferð úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Liðið hafði betur 127:104 og vann einvígið 4:0.

„Gríska undrið“, Giannis Antetokounmpo, skoraði 41 stig, tók 9 fráköst og gaf 3 stoðsendingar og Kris Middleton skoraði 18 stig. Síðast komst Milwaukee í gegnum 1. umferð úrslitakeppninnar tímabilið 2000-2001 en þá komst það alla leið í undanúrslitin.

Reggie Jackson var stigahæstur í liði Detroit með 26 stig og Blake Griffin skoraði 22 stig en setti vafasamt met. Þetta var 14. tapleikur Griffin í röð í úrslitakeppni NBA, í taphrinu sem hófst hjá honum árið 2008.

Í Vesturdeildinni er Utah Jazz enn þá á lífi eftir sigur gegn Houston Rockets 107:91. Houston er 3:1 yfir í rimmunni og þarf einn sigur til viðbótar til að komast áfram. Donovan Mitchell skoraði 31 stig fyrir Utah, þar af 19 í síðasta leikhlutanum. Jae Crowder skoraði 23 stig og Ricky Rubio 18. James Harden var að venju stigahæstur í liði Houston en hann skoraði 30 stig og Paul George 23.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert