Erfiða staða hjá Jakobi í úrslitunum

Jakob Örn Sigurðarson
Jakob Örn Sigurðarson mbl.is/Kristinn Magnússon

Jakob Örn Sigurðarson og samherjar hans í Borås eru í nánast vonlausri stöðu í úrslitarimmunni um sænska meistaratitilinn í körfuknattleik eftir tap í kvöld. 

Södertälje sigraði 79:76 á heimavelli sínum í þriðja leik liðanna og hefur Södertälje unnið alla þrjá leikina til þessa. Tvo á sínum heimavelli og einn á heimavelli Borås í nágrenni Gautaborgar. 

Enn er þó vonarglæta fyrir Borås því vinna þarf fjóra leiki til að verða sænskur meistari. Lið Södertälje hefur mikla reynslu en liðið er í úrslitum í sjöunda sinn á síðustu átta árum. 

Jakob skoraði 7 stig í kvöld og gaf 2 stoðsendingar en hann lék í 18 mínútur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert