Ægir Þór spilar í Argentínu

Ægir Þór Steinarsson í leik á móti ÍR-ingum í úrslitakeppninni.
Ægir Þór Steinarsson í leik á móti ÍR-ingum í úrslitakeppninni. mbl.is/Árni Sæberg

Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar í Dominos-deild karla í körfuknattleik, er kominn í argentínsku úrvalsdeildina og mun spila með liði Regatas Corrientes út leiktíðina.

Þetta kom fram á uppskeruhátíð KKÍ í dag en Ægir Þór gat ekki tekið á móti viðurkenningum sínum hádeginu þar sem hann hélt í vikunni út til Argentínu og mun spila með liði Regatas Corrientes í úrslitakeppninni sem fram undan er þar í landi.

Ægir Þór, sem í dag var valinn besti varnarmaðurinn í Dominos-deildinni, var valinn í úrvalslið deildarinnar og valinn af dómurum sem prúðasti leikmaðurinn í deildinni, var öflugur í liði Stjörnunnar á nýafstöðnu tímabili þar sem Stjarnan varð bikarmeistari og deildarmeistari. Ægir skoraði 12,5 stig að meðaltali í leik, tók 4,8 fráköst og gaf 7,5 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert