Craion gerir það gott með nýju liði í Frakklandi

Michael Craion
Michael Craion mbl.is/Hari

Litlar líkur virðast á því að Michael Craion spili áfram með Keflavík á næstu leiktíð. Bandaríkjamaðurinn öflugi hélt til Frakklands fáeinum dögum eftir að Keflavík lauk keppni á Íslandsmótinu í vor, og gekk í raðir Blois í frönsku B-deildinni.

Þar hefur Craion komið afar sterkur inn í fjórum leikjum og hjálpað liðinu í átt að úrslitakeppni, með 12,5 stig að meðaltali í leik og 6 fráköst.

Ingvi Þór Hákonarson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, segist ekki reikna með að Craion snúi aftur til landsins en geri hann það verði það væntanlega með Keflavík. Svipaða sögu er að segja af Brittanny Dinkins sem gert hefur munnlegt samkomulag við félagið um að spila með því finni hún ekki spennandi kost í sterkari deild.

Hvað íslenska leikmenn varðar hefur Keflavík gengið frá samningum við alla sína helstu lykilmenn, segir Ingvi. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert