Gasol missir af HM í Kína

Pau Gasol fagnar Evrópumeistaratitlinum 2015.
Pau Gasol fagnar Evrópumeistaratitlinum 2015. AFP

Spánverjinn Pau Gasol, miðherji Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í körfuknattleik, missir af heimsmeistaramótinu í körfuknattleik sem fram fer í Kína í haust.

Gasol gekkst á dögunum undir aðgerð á fæti og verður frá keppni næstu mánuðina. „Það verður mikill missir í Gasol því hann er leikmaður með reynslu og mikill leiðtogi í okkar liði,“ sagði Sergio Scariolo þjálfari spænska landsliðsins í samtali við spænska blaðið AS.

Gasol er 38 ára gamall og vann NBA titilinn með LA Lakers 2008 og 2009. Hann hefur einnig verið sigursæll með spænska landsliðinu og varð síðast Evrópumeistari með liðinu 2015. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert