Mikið á sig lagt fyrir landsliðið

Gunnhildur Gunnarsdóttir í landsleik.
Gunnhildur Gunnarsdóttir í landsleik. mbl.is/Hari

Gunnhildur Gunnarsdóttir, einn af máttarstólpum landsliðsins í körfuknattleik, situr í bíl í fjóra tíma á degi hverjum til þess að geta æft með landsliðinu sem undirbýr sig nú fyrir keppni á Smáþjóðaleikunum. 

Gunnhildur býr í Stykkishólmi og fer þaðan daglega á landsliðsæfingar á höfuðborgarsvæðinu þessa dagana. Akstur frá Stykkishólmi til Reykjavíkur er um tvær klukkustundir. 

Kempan Helena Sverrisdóttir vakti athygli á þessu á samskiptamiðlum. 

mbl.is