Mikil forföll hjá landsliðinu

Hilmar Smári Henningsson var á dögunum valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins …
Hilmar Smári Henningsson var á dögunum valinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins og fær nú tækifæri hjá A-landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil forföll eru í íslenska karlalandsliðinu sem keppir fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Svartfjallalandi. Margir eru meiddir eða gefa ekki kost á sér fyrir utan þá staðreynd að atvinnumennirnir eru enn á fleygiferð með sínum félagsliðum. 

Sigvaldi Eggertsson fær tækifæri en hann hefur verið á Spáni í vetur og leikið með unglingaliði Monbus Obradorio. Þá eru lykilmenn í 20 ára landsliðinu eins og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson og Hilmar Smári Henningsson í hópnum. 

KKÍ hefur tilkynnt hvernig sextán manna æfingahópur lítur út en tólf leikmenn fara á leikana. Eftirtaldir leikmenn eru í hópnum: 

Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Skallagrímur
Breki Gylfason · Appalachian State, USA
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn
Haukur Óskarsson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Ingvi Þór Guðmundsson · Grindavík
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR
Sigvaldi Eggertsson · Monbus Obradorio
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Nebraska, USA

Leikmenn sem voru valdir en eru enn þá í verkefnum með sínum liðum og því uppteknir:

Frank Booker Jr. · ALM Évreux, Frakkland
Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92, Frakkland
Jón Axel Guðmundsson · NBA-liða æfingar, USA
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland
Tryggvi Snær Hlinason · Obradorio, Spánn
Ægir Þór Steinarsson · Regatta Corrientes, Argentína

Leikmenn sem voru valdir en eru meiddir/gefa ekki kost á sér: 

Collin Pryor · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Kári Jónsson · Barcelona
Kristófer Acox · KR
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík
Sveinbjörn Jóhannesson · Breiðablik

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert