Tap hjá Ægi í Argentínu

Ægir Þór Steinarsson.
Ægir Þór Steinarsson. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleiksmaðurinn Ægir Þór Steinarsson lék með Regatas í úrslitakeppninni í Argentínu í nótt og fetar hann þar í fótspor Péturs Guðmundssonar. Ægir komst ágætlega frá sínum öðrum leik á nýjum slóðum. 

Regatas tapaði þó leiknum og það á heimavelli gegn San Martin 90:95 en þetta var fyrsti leikur liðanna í 16-liða úrslitum. Ægir spilaði í liðlega 19 mínútur en á þeim tíma skoraði hann 6 stig og tók 4 fráköst. Ægir skaut þrisvar á körfuna í leiknum. Ávallt fyrir utan þriggja stiga línuna og hitti tvívegis. Skotnýtingin var því góð. 

San Martin er þar með 1:0 í rimmu liðanna en þau mætast aftur annað kvöld. 

mbl.is