Martin í úrslitaeinvígið

Martin Hermannsson leikur til úrslita um þýska meistaratitilinn.
Martin Hermannsson leikur til úrslita um þýska meistaratitilinn.

Martin Hermannsson og samherjar hans í Alba Berlín leika til úrslita um þýska meistaratitilinn í körfubolta. Alba vann 100:89-sigur á Oldenburg í þriðja leik liðanna í undanúrslitum í dag og vinnur einvígið 3:0. 

Alba er búið að vinna alla sex leiki sína í úrslitakeppninni til þessa og leikur til úrslita við Bayern München sem einnig hefur unnið alla sex leiki sína í úrslitakeppninni. Bayern hafnaði í efsta sæti deildarinnar með 62 stig og Alba Berlín í þriðja sæti með 54 stig. 

Martin átti fínan leik fyrir Alba í dag og skoraði 12 stig, gaf fjórar stoðsendingar og tók eitt frákast á rúmum hálftíma. Fyrsti leikur úrslitaeinvígisins er á heimavelli Bayern á sunnudaginn eftir viku. 

mbl.is