Durant lengi frá vegna meiðsla

Kevin Durant haltrar af velli í gær.
Kevin Durant haltrar af velli í gær. AFP

Kevin Durant, leikmaður Golden State Warriors í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik, sleit hásin í fimmta leik liðsins gegn Toronto Raptors í úrslitaeinvígi deildarinnar í gær en þetta var staðfest í dag.

Durant gekkst undir aðgerð í dag og verður hann því frá næstu mánuðina á meðan hann jafnar sig af meiðslunum. Durant var í byrjunarliði Golden State í leiknum í gær en meiddist strax í 2. leikhluta og þurfti að haltra af velli.

Durant hafði ekkert leikið með Golden State í úrslitaeinvíginu gegn Toronto en hann meiddist á kálfa í undanúrslitum Vesturdeildarinnar gegn Houston Rockets í byrjun maí. Durant varð meistari með Golden State árin 2017 og 2018 og var valinn besti leikmaður úrslitanna í bæði skiptin en staðan í einvígi Golden State og Toronto er 3:2, Toronto í vil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert