Nebojsa og Nemanja framlengja við Vestra

Nemanja Knezevic og Nebojsa Knezevic handsala samninginn við Ingólf Þorleifsson …
Nemanja Knezevic og Nebojsa Knezevic handsala samninginn við Ingólf Þorleifsson formann körfuknattleiksdeildarinnar. Ljósmynd/Vestri

Leikstjórnandinn Nebojsa Knezevic og miðherjinn Nemanja Knezevic hafa samið við körfuknattleikslið Vestra um að spila með liðinu áfram á næstu leiktíð. Þeir félagar voru meðal allra bestu leikmanna 1. deildarinnar á síðasta tímabili og hafa verið kjölfestan í liði Vestra undanfarin tvö ár.

Nebojsa hefur spilað með Vestra undanfarin fjögur tímabil og á síðasta tímabili var hann stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar með 7,1 sendingu í leik, í 7. sæti yfir stigahæstu menn með 19,1 stig, í 17. sæti yfir frákastahæstu menn með 5,9 og í 9. sæti yfir framlagshæstu menn með 21.05 framlagspunkta. 

Nemanja hefur leikið tvö undanfarin leiktímabil með Vestra og hefur á þeim tíma sýnt að hann er meðal bestu miðherja landsins. Annað árið í röð var hann frákastakóngur deildarinnar með 17.9 fráköst í leik ásamt því að  framlagshæsti leikmaður deildarinnar með 33,4 punkta að meðaltali. Þar að auki var hann í 6. sæti yfir stigahæstu menn með 19.8 stig og í 17. sæti yfir stoðsendingahæstu menn með 2,8 í leik. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert