Breiðablik tekur sæti Stjörnunnar

Breiðablik leikur í efstu deild kvenna á næstu leiktíð þrátt …
Breiðablik leikur í efstu deild kvenna á næstu leiktíð þrátt fyrir að hafa fallið úr deildinni í vor. mbl.is/Hari

Breiðablik mun leika í úrvalsdeild kvenna í körfuknattleik á næstu leiktíð en þetta staðfesti KKÍ í dag. Breiðablik féll úr efstu deild í vor en í byrjun júní sendi körfuknattleiksdeild Stjörnunnar frá sér tilkynningu þar sem kom fram að félagið myndi ekki tefla fram liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð.

Breiðabliki var því boðið að taka sæti Stjörnunnar en ef Breiðablik hefði neitað hefði Fjölniskonum verið boðið sætið þar sem þær höfnuðu í öðru sæti í umspili um laust sæti í efstu deild í vor. Grindvíkingar eru nýliðar í deildinni eftir að hafa unnið 1. deildina á síðustu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert