Titilvörnin hefst gegn Grindavík

Titilvörn KR-inga hefst gegn Grindavík.
Titilvörn KR-inga hefst gegn Grindavík. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

KKÍ birti í dag og sendi félögum fyrstu drög fyrir efstu tvær deildir karla fyrir tímabilið 2019-2020. Drögin fara nú í yfirferð hjá félögunum en þau hafa til 8. júlí að koma að sínum athugasemdum og beiðnum. Einhverjar færslur á milli leikdaga eiga því eftir að verða vegna þessa og vegna sjónvarpsleikja.

KR hefur titilvörn sína á heimavelli gegn Grindavík. Nýliðar Fjölnis fá Val í heimsókn í fyrstu umferð á meðan nýliðar Þórs frá Akureyri heimsækja Hauka.

Leikjaniðurröðunina má sjá hér: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikir?league_id=190&season_id=109345

Í 1. deild karla fá nýliðar Álftaness lið Skallagríms í heimsókn í fyrstu umferð en Skallagrímur spilaði á síðasta tímabili í efstu deild. Breiðablik sem féll með Skallagrím tekur á móti Selfossi.

Leikjaniðurröðunina má sjá hér: http://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/Leikir?league_id=191&season_id=109339

Stefnt er að því að gefa út fyrstu drög í efstu deildum kvenna fyrir lok vikunnar en sú vinna dróst þar sem Stjarnan dró lið sitt úr efstu deild og beðið var svara frá Breiðabliki sem svaraði í morgun eins og áður hefur komið fram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert