Titilvörnin hefst gegn nýliðunum

Valur Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta.
Valur Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta. mbl.is/Árni Sæberg

Körfuknattleikssamband Íslands hefur birt og sent félögunum fyrstu drög að leikjaniðurröðun fyrir keppni í efstu tveimur deildum kvenna fyrir tímabilið 2019-2020.

15 félög senda lið til leiks í efstu tvær deildir kvenna. Íslandsmeistarar Vals hefja titilvörn sína með því að heimsækja nýliða Grindavíkur í fyrstu umferð og þá fer silfurlið Keflavíkur í Vesturbæinn og heimsækir KR.

Leikjaniðurröðunina má sjá hér.

Í 1. deild kvenna hefja Stjörnukonur keppni gegn Fjölni, en Stjarnan ákvað að draga lið sitt úr keppni í efstu deild og senda til leiks í 1. deild vegna manneklu. Tvö ný lið eru í 1. deildinni í vetur, annars vegar Keflavík b og hins vegar Grindavík b.

Leikjaniðurröðunina má sjá hér.

mbl.is