Lykilmenn framlengja í Hafnarfirði

Þóra Kristín Jónsdóttir, Magdalena Gísladóttir. Eva Margrét Kristjánsdóttir, Rósa Björk …
Þóra Kristín Jónsdóttir, Magdalena Gísladóttir. Eva Margrét Kristjánsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir og Sigrún Björg Ólafsdóttir framlengdu samninga sína við körfuknattleiksdeild Hauka á dögunum. mbl.is/Bjarni Helgason

Þær Þóra Kristín Jónsdóttir, Magdalena Gísladóttir. Eva Margrét Kristjánsdóttir, Rósa Björk Pétursdóttir, Bríet Lilja Sigurðardóttir og Sigrún Björg Ólafsdóttir hafa allar framlengt samning sína við körfuknattleiksdeild Hauka en þetta kom fram á blaðamannafundi félagsins á Ásvöllum í dag.

Samningarnir eru allir til næstu tveggja ára en Lovísa Björt Henningsdóttir skrifaði einnig undir eins árs samning við félagið á Ásvöllum í dag. Lovísa er að snúa aftur til Íslands eftir fimm ár í Bandaríkjunum þar sem hún lék síðast með háskólaliði Marist.

Þá skrifaði Ólöf Helga Pálsdóttir, þjálfari liðsins, undir eins árs samning við félagið á dögunum en hún stýrði liðinu á síðustu leiktíð þegar Haukar enduðu í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar með 18 stig. Hollenski landsliðsmaðurinn Janine Gujit mun einnig leika með liðinu á næstu leiktíð en hún lék með liðinu á seinni hluta síðasta tímabils við góðan orðstír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert