Tvenn bronsverðlaun til Íslands

Íslenska U16 ára landslið drengja með bronsverðlaun.
Íslenska U16 ára landslið drengja með bronsverðlaun. Ljósmynd/KKÍ

Íslensk landslið í körfuknattleik tryggðu sér tvenn bronsverðlaun á Norðurlandamóti yngri landsliða sem lauk í dag. Öll fjögur lið Íslands á mótinu spiluðu gegn Finnum í dag.

U16 ára lið drengja vann brons eftir sigur á Finnum, 85:66, og U18 ára lið drengja vann einnig brons þrátt fyrir tap gegn Finnum, 79:53, en liðið vann þrjá sigra á mótinu.

U18 ára lið stúlkna hafnaði í fjórða sæti eftir tap fyrir Finnum, 76:48, og U16 ára lið stúlkna í því fimmta eftir tap fyrir Finnum, 52:47.

mbl.is