Haukur orðaður við lið í Ísreal

Haukur Helgi Pálsson er orðaður við lið í Ísrael í …
Haukur Helgi Pálsson er orðaður við lið í Ísrael í dag. Ljósmynd/Nanterre

Haukur Helgi Pálsson er í dag orðaður við ísraelska körfuknattleiksliðið Hapoel Jerusalem en það eru fjölmiðlar í Ísrael sem greina frá þessu. Karfan.is greindi fyrst frá en landsliðsmaðurinn hefur leikið með Nanterre í efstu deild Frakklands frá árinu 2018 við góðan orðstír.

Haukur Helgi skoraði 9 stig að meðaltali, tók þrjú fráköst og gaf tvær stoðsendingar í 32 leikjum með Nanterre í í vetur en liðið endaði í fjórða sæti deildarkeppninnar og féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Haukur Helgi er fastamaður í íslenska landsliðinu en Hapoel Jerusalem er eitt af sterkari liðum Ísraels. Liðið endaði í öðru sæti deildarkeppninnar, þremur stigum á eftir Maccabi Tel Aviv, og þá fór liðið í undanúrslit úrslitakeppninnar þar sem Hapoel Jerusalem féll úr leik gegn Maccabi Rishon.

mbl.is