Tryggvi Snær á leið til Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tryggvi Snær Hlina­son, landsliðsmaður í körfuknattleik er á leið til spænska liðsins Zaragoza að því er spænskir fjölmiðlar greina frá í dag. Tryggvi gat ekki tjáð sig um málið þegar mbl.is hafði samband við hann í dag.

Spænski netmiðillinn Encestando greinir frá því að Tryggvi hafi komist að samkomulagi við Zaragoza að ganga í raðir þess í sumar og hafi þegar skrifað undir samning við liðið en samningi hans við spænska liðið Valencia var sagt upp á dögunum. Tryggvi var í láni hjá spænska liðinu Obradorio á síðustu leiktíð en fyrir tveimur árum skrifaði hann undir fjögurra ára samning við Valencia.

Með Obradorio skoraði Tryggvi Snær3,5 stig að meðatali og tók 2,5 fráköst í 33 leikjum fyrir félagið.

Zaragoza hafnaði í fjórða sæti í spænsku A-deildinni á nýafstaðinni leiktíð og spilar í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson lék með liði Zaragoza 2011-14 og tímabilið 2015-16 spilaði hann með Valencia.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert