Arnoldas Kuncaitis aðstoðar Inga Þór

Arnoldas Kuncaitis hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari KR í körfuknattleik.
Arnoldas Kuncaitis hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari KR í körfuknattleik. Ljósmynd/KR

Arnoldas Kuncaitis hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari KR í körfuknattleik en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Kuncaitis er frá Litháen og mun hann aðstoða Inga Þór Steinþórsson með meistaraflokk karla og þá mun Kuncaitis einnig þjálfa unglinga- og drengjaflokk og minnibolta drengja.

Kuncaitis kom fyrst til landsins á síðasta ári en hann var aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastóli, ásamt því að vera aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og þá þjálfaði hann einnig yngri flokka Tindastóls. 

mbl.is