Króatískur risi til Fjölnis (myndskeið)

Fjölnismenn fagna sæti í úrvalsdeildinni í vor.
Fjölnismenn fagna sæti í úrvalsdeildinni í vor.

Fjölnismenn, sem tryggðu sér sæti í úrvalsdeild karla, Dominos-deildinni, í vor hafa fengið liðsstyrk fyrir átökin á næstu leiktíð.

Fjölnir greinir frá því á facebook-síðu sinni að það hafi samið við Króatann Jere Vucica. Hann er 27 ára gamall framherji, 2,06 metrar á hæð, sem lék síðast með liði Elchingen í þýsku B-deildinni.

Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá nokkra takta hjá Króatanum.

mbl.is