Erfiður fyrsti leikur á EM

Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik.
Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska  U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik spilaði sinn fyrsta leik á EM þetta sumarið þegar liðið mætti Tyrklandi í dag, en leikið er í Norður-Makedóníu. Íslenska liðið átti erfitt uppdráttar og tapaði 103:41.

Staðan í hálfleik var 48:20 fyrir Tyrki, sem gáfu ekkert eftir í síðari hálfleik heldur. Ásta Júlía Grímsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 15 stig en næst kom Anna Ingunn Svansdóttir með 10 stig.

Ísland er í B-riðli mótsins og á eftir að mæta Portúgal, Sviss og Búlgaríu áður en leikið er um sæti.

Íslenski hópurinn er þannig skipaður:

Anna Ingunn Svansdóttir · Keflavík
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Edda Karlsdóttir · Keflavík
Eva María Davíðsdóttir · Keflavík
Eygló Kristín Óskarsdóttir · KR
Fanndís María Sverrisdóttir · Fjölnir
Hjördís Lilja Traustadóttir · Keflavík
Jóhanna Lilja Pálsdóttir · Njarðvík
Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir · Grindavík
Ólöf Rún Óladóttir · Grindavík
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Stefanía Ósk Ólafsdóttir · Haukar

Þjálfari: Sævaldur Bjarnason
Aðstoðarþjálfarar: Rúnar Ingi Erlingsson og Berglind Karen Ingvarsdóttir
Sjúkraþjálfari: María Björnsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert