Frakkar leika til úrslita á EM

Marine Johannés skoraði 20 stig fyrir Frakka.
Marine Johannés skoraði 20 stig fyrir Frakka. Ljósmynd/FIBA

Tvöfaldir Evrópumeistarar Frakka eru komnir í úrslit á EM kvenna í körfubolta eftir 63:56-sigur á Bretlandi í Belgrad í dag. 

Bretar byrjuðu betur og unnu fyrsta leikhlutann 16:12. Frakkar voru sterkari í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 34:34. Frakkar reyndust sterkari í seinni hálfleik og unnu að lokum nokkuð öruggan sigur. 

Marine Johannés var stigahæst hjá Frökkum með 20 stig og Endene Miyem skoraði 16. Hjá Bretum var Rachael Vanderwal stigahæst með 12 stig og Chantelle Handy skoraði 11 stig. 

Frakkar mæta annaðhvort Serbíu eða ríkjandi meisturum Spánverja í úrslitum. 

mbl.is