Skiptin í móðu eftir fæðinguna

Haukur Helgi Pálsson á fleygiferð með knöttinn.
Haukur Helgi Pálsson á fleygiferð með knöttinn. Ljósmynd/FIBA

„Það hefur ansi mikið gengið á hjá mér undanfarna daga. Í bland við langar samningaviðræður kemur barn í heiminn og svo er að skrifa undir þannig að þetta hefur verið hálfgerð sturlun þessir síðustu dagar og þetta er í raun allt í smá móðu hjá mér,“ sagði Haukur Helgi Pálsson, nýjasti leikmaður rússneska körfuknattleiksliðsins Unics Kazan, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Haukur Helgi lék með Nanterre í efstu deild Frakklands í vetur en hann eignaðist sitt fyrsta barn miðvikudaginn 3. júlí síðastliðinn með unnustu sinni Söru Dögg Jónsdóttur. Tveimur dögum síðar skrifaði hann undir samning við Unics Kazan sem leikur í efstu deild Rússlands og nágrannalandanna en þar með er ekki öll sagan sögð því Haukur hafnaði samningstilboði ísraelska liðsins Hapoel Jerúsalem hinn 2. júlí síðastliðinn og því ljóst að það hefur margt á daga hans drifið undanfarna sólarhringa.

„Ég vissi að ég væri á blaði hjá Unics Kazan ásamt öðrum sextíu leikmönnum eða svo. Venjan í Rússlandi hefur verið sú að liðin þar reyna að fá stráka sem eru að detta út úr NBA-deildinni í Bandaríkjunum eða leikmenn sem eru með mikla reynslu í Evrópudeildinni þannig að ég var ekki að gera mér neinar sérstakar vonir um að ég væri að fara þangað þótt það hefði vissulega verið gaman að vera á blaði hjá þeim.“

Sjá samtal við Hauk í heild á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »