Fjórði Evrópumeistaratitill Spánverja

Spánverjar fagna Evrópumeistaratitlinum eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í …
Spánverjar fagna Evrópumeistaratitlinum eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í kvöld. AFP

Spánn tryggði sér í kvöld Evrópumeistaratitil kvenna í körfuknattleik eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik í Serbíu, 86:66. Spánverjar eru þar með fyrsta liðið sem ver titil sinn frá árinu 1991, en þetta er fjórði Evrópumeistaratitill liðsins.

Spánn var yfir í hálfleik 50:36 og lét forskotið aldrei af hendi eftir hlé. Marta Zargay var stigahæst í liði Spánar með 23 stig, en hún skoraði meðal annars þrjár þriggja stiga körfur í röð í upphafi leiks. Laia Palau, sem verður fertug í september, skoraði 12 stig í úrslitaleiknum.

Hjá Frökkum skoraði Sandrine Grude mest eða 18 stig. Þetta er í fjórða sinn í röð sem Frakkar vinna silfur á EM, en þessi lið áttust einnig við í úrslitunum árin 2013 og 2017.

Heimakonur í Serbíu unnu bronsið eftir sigur á Bretum í leiknum um þriðja sætið, 81:55, en Serbar lögðu grunninn að sigrinum í þriðja leikhluta þar sem þeir skoruðu 21 stig gegn aðeins sex frá Bretum.

mbl.is