Omar Sherman samdi við Þórsara

Omar Sherman mun leika með Þórsurum í úrvalsdeild karla á …
Omar Sherman mun leika með Þórsurum í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Ljósmynd/Þór Þorlákshöfn

Bandaríkjamaðurinn Omar Sherman hefur skrifað undir eins árs samning við körfuknattleikslið Þórs frá Þórlákshöfn en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Sherman er 23 ára gamall framherji og er honum ætla að fylla skarð Kinu Rochford sem lék með liðinu á síðustu leiktíð.

Sherman er 206 sentimetrar á hæð en hann hóf háskólaferil sinn hjá Univeristy of Miami en hann spilaði síðast með William Penn-háskólanum þar sem hann skoraði 16 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar að meðaltali í vetur.

Þórsarar fóru alla leið í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem liðið féll úr leik gegn Íslandsmeisturum KR en Friðrik Ingi Rúnarsson tók við þjálfun liðsins í vor af Baldri Þór Ragnarssyni.

mbl.is