Íslenska liðið fékk stóran skell

Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst í íslenska liðinu.
Ólöf Rún Óladóttir var stigahæst í íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri fékk skell gegn Sviss á Evrópumótinu í Norður-Makedóníu í dag. Svissneska liðið var mikið sterkara og vann 86:35-sigur. 

Staðan í hálfleik var 46:35, Sviss í vil. Ísland skoraði aðeins 9 stig í seinni hálfleik og Sviss gekk á lagið. Ólöf Rún Óladóttir skoraði tíu stig fyrir Ísland og þær Hjördís Traustadóttir og Edda Karlsdóttir skoruðu fimm stig hvor.

Íslenska liðið hefur átt erfitt uppdráttar á mótinu og tapað öllum þremur leikjum sínum til þessa og þar af tveimur mjög stórt. Ísland mætir Búlgaríu á morgun, en Búlgaría hefur einnig tapað þremur fyrstu leikjum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert