Stjarnan fær góðan liðsstyrk

Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, fagnar deildameistaratitlinum ásamt félögum sínum.
Hlynur Bæringsson, fyrirliði Stjörnunnar, fagnar deildameistaratitlinum ásamt félögum sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bikarmeistarar Stjörnunnar í körfuknattleik karla hafa samið við kanadíska skotbakvörðinn Kyle Johnston um að leika með liðinu á komandi leiktíð.

Kyle, sem er 1,95 metrar á hæð og 31 árs gamall, er fæddur í Kanada en er með breskt vegabréf. Hann hefur verið atvinnumaður síðan árið 2011, lengst af í Kanada en einnig í Evrópu. Síðast lék hann með liði London Lightning í NBL-deildinni í Kanada.

Kyle varð meistari með London Lightning tímabilin 2016-2017 og 2017-2018. Hann hefur leikið með breska landsliðinu síðan 2011, keppti m.a. á Ólympíuleikunum 2012 sem og Eurobasket 2011, 2013 og 2017.

Kyle kemur til með að leysa af hólmi Brandon Rozzell en hann er nýlega búinn að skrifa undir hjá sænska liðinu BC Lulea sem hann lék með áður.

mbl.is