Tryggvi Snær orðinn leikmaður Zaragoza

Tryggvi Snær Hlinason.
Tryggvi Snær Hlinason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spænska körfuknattleiksliðið Zaragoza hefur kynnt Tryggva Snæ Hlinason til leiks sem nýjasta leikmann sinn en miðherjinn hávaxni mun leika með liðinu á komandi leiktíð.

Samningi Tryggva við spænska liðið Valencia var sagt upp á dögunum en Tryggvi var í láni hjá spænska liðinu Obra­dorio á síðustu leiktíð en fyr­ir tveim­ur árum skrifaði hann und­ir fjögurra ára samn­ing við Valencia.

Zaragoza hafnaði í sjötta sæti í spænsku A-deild­inni á ný­af­staðinni leiktíð og spil­ar í Meistara­deild­inni á kom­andi tíma­bili. Zaragoza dróst í D-riðil í Meistaradeildinni ásamt PAOK, Besiktas, Dijon, Nept­unas og Brind­isi. 

mbl.is