Litháískur miðherji til Þórsara

Þórsarar eru að safna liði fyrir átökin í Dominos-deildinni.
Þórsarar eru að safna liði fyrir átökin í Dominos-deildinni. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Nýliðar Þórs á Akureyri í Dominos-deild karla í körfuknattleik halda áfram að styrkja lið sitt fyrir komandi leiktíð.

Þórsarar hafa gengið frá samningi við Litháann Mantas Virbalas en hann er 31 árs gamall og er 2,02 metra hár miðherji.

Mantas Virbalas.
Mantas Virbalas. Ljósmynd/Þór

Fram kemur á heimasíðu Þórsara að jafnframt því að spila með liðinu mun hann aðstoða við að þjálfa unga leikmenn félagsins. Virbalas hefur spilað í frönsku D-deildinni undanfarin tvö ár og þá hefur hann einnig leikið í frönsku C-deildinni og þýsku B-deildinni.

Á dögunum sömdu Þórsarar við tvo aðra erlenda leikmenn, kólumbíska leikstjórnandann Hansel Atenia og bandaríska bakvörðinn Zeek Woodley.


mbl.is