U20 ára liðið keppir á EM í Portúgal

U20 ára landsliðshópurinn í Leifsstöð í gær.
U20 ára landsliðshópurinn í Leifsstöð í gær. Ljósmynd/KKÍ

U20 ára landslið karla í körfuknattleik hélt í gær til Portúgals þar sem það tekur þátt í B-deild Evrópumótsins.

Ísland leikur í A-riðli með Ungverjalandi, Írlandi, Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Eftir leiki í riðlinum taka svo við leikir í úrslitum og um sæti. Fyrsti leikur íslenska liðsins er gegn H-Rússum á morgun.

Í vetur var valinn 12 manna lið og varamenn einnig sem hafa hæft með liðinu. Síðan þá hafa tveir leikmenn  þurft að draga sig úr lokaliðinu vegna meiðsla en það voru þeir Hákon Örn Hjálmarsson úr ÍR og KR-ingurinn Andrés Ísak Hlynson, KR.

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Arnór Sveinsson · Njarðvík
Bergvin Stefánsson · Njarðvík
Bjarni Guðmann Jónsson · Skallagrímur
Björn Ásgeir Ásgeirsson · Hamar
Egill Agnar Októsson · Fjölnir
Einar Gísli Gíslason · ÍR
Gabríel Sindri Möller · Njarðvík
Hilmar Pétursson · Breiðablik
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Hlynur Logi Ingólfsson · Fjölnir
Orri Hilmarsson · KR
Rafn Kristjánsson · Fjölnir

Þjálfari liðsins er Ágúst S.Björgvinsson og honum til aðstoðar eru þeir Halldór Steingrímsson og Oddur Benediktsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert