Haukur fer á gamla heimavöllinn

Haukur Helgi Pálsson spilar í Evrópubikarnum í vetur.
Haukur Helgi Pálsson spilar í Evrópubikarnum í vetur. mbl.is/Hari

Haukur Helgi Pálsson heimsækir sína gömlu félaga í Nanterre í Frakklandi strax í október en hið nýja lið hans, Unics Kazan frá Rússlandi, lenti í riðli með Nanterre þegar dregið var í riðla fyrir Evrópubikarinn í körfubolta í dag.

Liðin eiga að mæta í þriðju umferð riðlakeppninnar í Frakklandi 16. febrúar og aftur í Rússlandi 6. nóvember.

Sex lið eru í hverjum fjögurra riðla Evrópubikarsins, sem er nokkurs konar B-deild fyrir Evrópudeildina (Euroleague), sterkustu keppni félagsliða í Evrópu.

Í C-riðli eru Unics Kazan og Nanterre ásamt Darüssafaka Tekfen frá Tyrklandi, Cedevita Olimpija frá Slóveníu, Joventut Badalona frá Spáni og Germani Brescia frá Ítalíu.

Fyrsti leikur Unics Kazan er á útivelli gegn Germani Brescia 2. október en fyrsti heimaleikurinn gegn Cedevita Olimpija 9. október.

mbl.is