Stelpurnar töpuðu stórt

Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sex stig fyrir íslenska liðið í …
Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði sex stig fyrir íslenska liðið í dag. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U18 ára landslið kvenna í körfuknattleik tapað fyrir Slóveníu í fyrsta leik sínum um sæti 9-16 í B-deild Evrópumótsins í Skopje í Norður-Makedóníu í dag.

Sterkt lið Slóvena hafði betur í leiknum 72:45 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 35:16.

Stefanía Ósk Ólafsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 8 stig og þær Eva Davíðsdóttir og Ásta Júlía Grímsdóttir skoruðu sex stig hvor.

mbl.is