Ísland í átta liða úrslit

Hlynur Logi Ingólfsson í leik Íslands og Rússlands á mótinu.
Hlynur Logi Ingólfsson í leik Íslands og Rússlands á mótinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta er komið í átta liða úrslit í B-deild Evrópumótsins í Portúgal. Það varð ljóst eftir 83:70-sigur Rússlands á Portúgal í kvöld. 

Ísland vann sannfærandi 78:41-sigur á Ungverjum í dag og endar með sex stig í A-riðli, líkt og Ungverjaland og Hvíta-Rússland. Þar sem sigur Íslands í dag var risastór, er Ísland efst af þjóðunum þremur. 

Ísland mætir Tékklandi í átta liða úrslitunum á föstudag. Tékkar unnu alla leiki sína í B-riðli og eru fyrir fram taldir sigurstranglegri gegn íslensku strákunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert