Haukar semja við Whitfield

Flenard Whitfield í leik með Skallagrími.
Flenard Whitfield í leik með Skallagrími. Ljósmynd/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Bandaríkjamanninn Flenard Whitfield að leika með liðinu næstkomandi vetur. Whitfield er framherji sem hefur áður leikið hér á landi.

Hann lék vel með Skallagrími veturinn 2016-2017 og var m.a stigahæsti leikmaður deildarinnar og tókst næstflest fráköst. Leikmaðurinn er 201 sentímetri á hæð og 29 ára gamall.

Hann hefur leikið í Finnlandi og Kanada síðan hann lék síðast hér á landi. Hann var mikilvægur hlekkur í liði Karhu í Finnlandi sem varð meistari á síðasta ári. 

mbl.is