Ísland spilar um sjöunda sæti

Hilmar Smári Henningsson hefur spilað vel á mótinu.
Hilmar Smári Henningsson hefur spilað vel á mótinu. Ljósmynd/FIBA

Íslenska U20 ára landslið karla í körfubolta leikur um sjöunda sæti í B-deild Evrópumótsins í Portúgal. Ísland tapaði fyrir Hollandi í dag, 87:68 og mætir Georgíu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. 

Leikurinn í dag var kaflaskiptur. Holland vann fyrsta leikhlutann 18:10 en Ísland svaraði með 28:14-sigri í öðrum leikhluta og var staðan í hálfleik því 38:32, Íslandi í vil. Hollenska liðið reyndist sterkara í seinni hálfleik og vann að lokum öruggan sigur. 

Hilmar Smári Henningsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig, Hlynur Logi Ingólfsson skoraði 14 og Hilmar Pétursson gerði 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert