Sigurkarl ekki með ÍR í vetur

Sigurkarl Róbert Jóhannesson
Sigurkarl Róbert Jóhannesson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Körfuboltamaðurinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson mun ekki leika með ÍR á næstu leiktíð. Er um mikla blóðtöku að ræða fyrir ÍR, enda Sigurkarl fyrirliði liðsins.

Sigurkarl var afar sterkur á síðustu leiktíð er ÍR fór alla leið í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins gegn KR. Sigurkarl ætlar að taka sér ótímabundið frí frá körfubolta, en hann er 21 árs.

Karfan.is greindi frá í dag. Sigurkarl skoraði 5,6 stig og tók 2,6 fráköst að meðaltali fyrir ÍR og var leiðtogi innan vallar. 

ÍR-ingar hafa misst mikið frá því á síðasta ári. Matthías Orri Sigurðarson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Hákon Örn Hjálmarsson eru allir horfnir á braut. 

mbl.is