Valur reynir við fleiri goðsagnir frá KR

Helgi Már Magnússon, Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij á …
Helgi Már Magnússon, Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij á landsliðsæfingu. Sameinast þeir hjá Val? mbl.is/Golli

Valsmenn ætla sér greinilega stóra hluti í körfuboltanum á næstu leiktíð, en Pavel Ermolinskij var kynntur sem nýr leikmaður liðsins í dag eftir sigursæla dvöl hjá KR.

Fréttablaðið greindi fyrst frá vistaskiptum Pavels í gær og nú greinir miðillinn frá því að bæði Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon, sem lengi hafa spilað með KR, séu báðir með tilboð á borðinu frá Val.

Báðir eru sagðir óvissir um framtíð sína í boltanum, en þeir eru meðal leikreyndustu körfuknattleiksmanna landsins og hafa verið um árabil.

mbl.is