Svissneskur landsliðsmaður í ÍR

Roberto Kovac í baráttunni við Martin Hermannsson í landsleik Íslands …
Roberto Kovac í baráttunni við Martin Hermannsson í landsleik Íslands og Sviss sem fram fór 10. ágúst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Roberto Kovac er genginn til liðs við ÍR og mun hann leika með liðinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á komandi leiktíð en þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins. Kovac er svissneskur landsliðsmaður sem hefur spilað með Lions de Genéva undanfarin ár.

Þessi 29 ára gamli leikmaður er 191 sentimetri á hæð og spilar sem skotbakvörður. Hann er í svissneska landsliðshópnum sem mætir íslenska landsliðinu í undankeppni EM í Sviss á morgun en Kovac skoraði 13 stig og tók fjögur fráköst í fyrri leik liðanna í Laugardalshöllinni á dögunum sem lauk með 83:82-sigri Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert