Dauðafæri en skrýtin staða á sama tíma

Martin Hermannsson tryggði Íslandi ótrúlegan sigur gegn Sviss í Höllinni …
Martin Hermannsson tryggði Íslandi ótrúlegan sigur gegn Sviss í Höllinni með flautukörfu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik getur í kvöld komist áfram í undankeppni Evrópumótsins 2021 þegar liðið heimsækir Sviss í bænum Montreux. Aðeins sigurliðið í þessum riðli forkeppninnar kemst áfram í undankeppnina og eftir stórsigur á Portúgal í Laugardalshöll um liðna helgi, 96:68, er Ísland í kjörstöðu. Raunar algjöru dauðafæri.

Staðan fyrir leikinn er afskaplega einföld. Ísland má tapa fyrir Sviss í kvöld með 19 stigum eða minna til að fara samt áfram, en tap með 20 stigum eða meira gerir það að verkum að Sviss tekur efsta sætið og Ísland situr eftir þrátt fyrir að liðin verði jöfn í riðlinum. Það er vegna þess að stigatala Íslands er 28 stig í plús, en stigatala Sviss er 12 stig í mínus. Nái Sviss að vinna upp þann mun nær liðið efsta sætinu, annars ekki og þá fer Ísland áfram. Íslenskur sigur gulltryggir vitanlega líka efsta sætið.

Ekki þarf að taka tillit til þriðja liðsins í riðlinum í þessari jöfnu, því Portúgal er úr leik sama hvað þrátt fyrir að sitja í efsta sæti riðilsins fyrir þennan lokaleik í Sviss. Portúgalar eru með lökustu stigatöluna í riðlinum og geta ekki hafnað í efsta sæti, alveg sama hvernig fer í kvöld.

Á hvaða flug fer hausinn?

Fyrri leikur Íslands og Sviss í riðlinum endaði með háspennusigri Íslands, 83:82, þar sem Martin Hermannsson skoraði sigurkörfuna í þann mund sem leiktíminn rann út. Það sem hefur þó einkennt íslenska liðið er að sveiflurnar eru oft miklar á milli heima- og útileikja, eins og sannaðist í leikjunum tveimur gegn Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist með einu stigi ytra en liðið vann 28 stiga sigur á heimavelli.

Greinina í heild sinni má sjá á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert