Stelpurnar unnu stórsigur á Albaníu

Íslenska U16 ára landslið kvenna.
Íslenska U16 ára landslið kvenna. Ljósmynd/KKÍ

Íslenska U16 ára landslið kvenna í körfuknattleik vann stórsigur á Albaníu, 79:43, þegar þjóðirnar áttust við í B-deild Evrópumótsins í Búlgaríu í dag.

Ísland var yfir í hálfleik 40:25 og Albanía sá aldrei til sólar eftir það og skoraði til að mynda aðeins fimm stig í fjórða og síðasta leikhlutanum. Vilborg Jónsdóttir var stigahæst hjá Íslandi með 22 s tig en næstar komu Lára Ásgeirsdóttir með 15 stig og Elísabeth Ægisdóttir með 14 stig.

Ísland mætir annað hvort Norður-Makedóníu eða Kósóvó í lokaleik sínum á morgun þar sem spilað er um 21. sæti mótsins.

mbl.is