Fyrsta tap Bandaríkjanna í 13 ár

Frá leiknum í nótt.
Frá leiknum í nótt. Ljósmynd/Ástralska körfuknattleikssambandið

Bandaríska landsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik síðan 2006 í nótt. Bandaríkin mættu þá Ástralíu fyrir framan 52.000 manns í Melbourne og lauk leiknum með 98:94-sigri Ástrala.

Bæði lið hita nú upp fyrir HM í Kína sem hefst í lok mánaðar. Bandaríska liðið var búið að vinna 78 leiki í röð fyrir leikinn í nótt. Liðin mættust í vikunni og unnu Bandaríkin þá 102:86-sigur. 

Bandaríkin leika lokaleik sinn í undirbúningi fyrir HM aðfaranótt mánudags er liðið leikur við granna sína frá Kanada í Sydney. 

Fáar stórstjörnur gefa kost á sér í bandaríska liðið á lokamóti heimsmeistarakeppninnar, eins og sjá má á leikmannahópi liðsins hér að neðan. 

Bandaríski hópurinn sem keppir á HM: 

Harrison Barnes, Sacramento Kings
Khris Middleton, Milwaukee Bucks
Jayson Tatum, Boston Celtics
Jaylen Brown, Boston Celtics
Donovan Mitchell, Utah Jazz
Myles Turner, Indiana Pacers
Joe Harris, Brooklyn Nets
Mason Plumlee, Denver Nuggets
Kemba Walker, Boston Celtics
Brook Lopez, Milwaukee Bucks
Marcus Smart, Boston Celtics
Derrick White, San Antonio Spurs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert