Sigur Grikkja dugði ekki til

Grikkir fara ekki í átta liða úrslit, þrátt fyrir sigur …
Grikkir fara ekki í átta liða úrslit, þrátt fyrir sigur á Tékkum. AFP

Grikkland missti af sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í körfubolta, þrátt fyrir 84:77-sigur á Tékklandi í lokaumferð milliriðla í Kína í dag. Tékkar eru hins vegar að öllum líkindum á leiðinni í átta liða úrslitin. 

Tékkarnir þurfa að treysta á að Bandaríkjamenn hafi betur gegn Brössum síðar í dag og fara þá Tékkland og Bandaríkin í átta liða úrslitin. Nick Calathes skoraði 27 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Grikkland og Giannis Antetokounnmpo skoraði 12 stig og tók níu fráköst. 

Litháen hafði betur gegn Dóminíska lýðveldinu, 74:55, en hvorug þjóðin fer áfram í átta liða úrslit þar sem Ástralía og Frakkland höfðu þegar tryggt sér tvö efstu sæti riðilsins. Jonas Valančiūnas, leikmaður Memphis Grizzlies, skoraði 19 stig og tók 10 fráköst fyrir Litháen. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert