Spánverjar í undanúrslit

A.J. Slaughter og Ricky Rubio í leiknum í dag.
A.J. Slaughter og Ricky Rubio í leiknum í dag. AFP

Spánn er komið í undanúrslit eins og Argentína eftir leiki dagsins í 8-liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í körfuknattleik í Kína. Spánn sló Pólland út í 8-liða úrslitunum.

Pólverjar sem mættu Íslendingum á EM í Helsinki 2017 hafa komið nokkuð á óvart í Kína en máttu sætta sig við tap fyrir Spáni 90:78. Hinir leikreyndu Spánverjar réðu ferðinni og lönduðu sigri en Spánn varð Evrópumeistari 2015 en varð síðast heimsmeistari árið 2006.

Ricky Rubio átti mjög góðan dag hjá Spánverjum og skoraði 19 stig auk þess að gefa 9 stoðsendingar. 

A.J. Slaughter var stigahæstur hjá Póllandi með 19 stig. 

Á morgun mætast Bandaríkin og Frakkland annars vegar og Ástralía og Tékkland hins vegar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert