ÍR semur við Búlgara

Georgi Boyanov
Georgi Boyanov Ljósmynd/usjaguars.com

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur samið við Búlgarann Georgi Boyanov um að leika með liðinu á komandi keppnistímabili.

Boyanov er 26 ára gamall og 201 sentímetri að hæð. Hann kemur frá Cherno Mo og lék með þeim í búlgörsku NBL-deildinni.

Georgi Boyanov er væntanlegur til landsins á allra næstu dögum og er klár í lokaundirbúning liðsins fyrir átökin sem fram undan eru. 

ÍR leikur við Njarðvík á heimavelli 3. október í 1. umferð Dominos-deildarinnar. 

mbl.is